
þetta verður stutt að sinni en vonandi nóg til að svala þorstanum.
það er bókstaflega allt að gerast.
prinsinn kemur til landsins á morgun og ætla ég að mæta á "hvíta hestinum" og pikka hann upp. svona er jafnrétti kynjanna nú til dags.
ég og konan erum í óðaönn að gera hreint og fínt heima fyrir the soireé á laugardaginn. þetta verður eflaust hin besta skemmtun +í alla staði og ég verð illa svikin ef einhverjum tekst að komast út af hverfisgötunni svangur eða edrú.. oh nei oh nei. þessi litla dama bað pabba sinn um 23 rétti, cirka bát einn fyrir hvern gest, þar af 11 kjötrétti. pabbi reyndar bað mig vel um að lifa og sagði mig geta fætt tvö þorp í eþíópíu með öllum þessum mat. ég klárlega benti honum á að maturinn þarf að endast langt fram undir morgun og í þynnku daginn eftir. (sumir búnir að gleyma hversu svangur maður verður eftir djammið...)
seinustu kvöldum hef ég eytt uppi í rúmi, límd við símtólið að hlusta á "sweet nothings". koddahjal milli landa. svona er tæknin mergjuð.
prinsinn hefur verið að katsja-upp á history of siggs the lovesick puppy. veit ekki hvort það sé gott að ALLT bloggið sé á veraldarvefnum. sérstaklega þegar einhvern með áhuga fer að lesa tilbaka og meginstefið og þemað er ástarsorg í sjötta veldi... hmmm..
hann virðist samt hafa gaman af þessu, mér til mikillar gleði. gott að geta hlegið og haft húmor fyrir stelpunni.
ég er alveg að verða æfð í að segja sögunna "okkar" á undir 20 mín með myndasýningu.
og næstum alltaf tekst mér að láta stelpur tárfella.
en ekki hvað.
þetta er auðvitað eitt fallegasta ævintýri sem ég hef nokkru tíma fengið að vera með í. enginn úlfur með þessari rauðhettu, oh nei oh nei.
ég ætla fara gera eitthvað af viti.
svarthvítur þemi um helgina Þar sem prinsinn minn verður í lit :)
siggadögg
-sem er á bleikasta skýjinu sem til er-
1 ummæli:
æh hvad tad var gaman ad lesa tetta blogg. hlynadi alveg um hjartarætur ..... hlakka til ad sja tig og ad sjalfsogdu prinsinn!!!! get ekki bedid eftir tessu ollu saman! UTSKRIFT...buja...
Skrifa ummæli